laugardagur, september 03, 2005

Land án ostaskerararæ!!!

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Jæja gott fólk þá byrjar bloggið aftur..
Nú, Til að gera langa sögu stutta þá er ég fluttur til Glasgow in Scotland.
Flugið gekk áfallalaust fyrir sig sussum en hvað er þetta með þessi hljóð sem koma rétt fyrir lendingu? Þetta er svona jah eins og flugvélin sé að klofna í tvennt en öllum er sama.. þannig að mér var bara sama líka. Anyways, svo kom að því að komast í herbergið sem ég átti að vera kominn með en var allt eitthvað óráðið áður en ég kom út. Jú littli kallinn í afgreiðslunni reddar þessu segir feitlagin skosk kona með dreka tattú á vinstri upphandleggi, úff ekki ætla ég að bögga þessa.. Jæja littli kallinn er sussum vænsta skinn, en hann kemst ekki inn í íbúðina.. hann rýkur niður og kemur upp með 2 aðra lykla, neibb þetta virkar ekki heldur, þá spyr hann mig hvort ég vilji ekki bara koma með honum niður o spjalla og sonna meðan hann reddar þessu, jú ég er sussum til í það, var reyndar bara búinn að sofa í 2 tíma og ferðast í 6, en ég tölti samt niður með honum. Jæja þetta reddaðist nú á endanum og hér er ég inn í herbergi með sturtu klósetti vaski rúmmi skrifborði hillum skáp og stól að ógleymdri ruslatunnuni.. svo er sameiginlegt eldhús frammi.
Ég er búinn að hitta einn nágranna af 4 og er það kóresk stelpa sem er að læra á orgel..
Hún er sussum ágæt soldið stíf bara..
Fór í gær að skoða skólann, fann hann ekki, labbaði framhjá og settist inn á bar til að svala þorstanum, nema hvað barþjónninn var eins og fat tony, mafíósi frá helvíti!! Spikfeitur með eyrnalokk og jah kanski 2 tennur.. Þetta var líklega einn sjúskaðasti bar sem ég hef sest á,
Hann var með gullfiska bak við barinn, ég spurði hann hversu drukknir þeir væru þá sagðist hann aðeins gefa þeim Bacardi romm þannig að þeir væru vel haldnir , hmm..
Jæja ég skellti restina af þorstasvalaranum í mig og dreif mig út, Tony brosti út að eyrum og kvaddi mig iiiiiú´´uúú, fínn gaur samt.. jæja ég fann loks skólann og komst að því að ég hlyti að hafa verið að leita með lokuð augun því þetta var mjög greinilegt á götunni sem ég var á áður..
Í stuttu máli er skólinn bara magnaður, allt fólkið vinalegt og kennarinn snillingur, græjurnar sweeeet og ég má hanga þarna eins og ég vil..vííííííííííííííí
Jæja meira næst
hafið það gott túrilú

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ufffff flókið að gera þetta rétt. reyni betur síðar momms

9:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ævinlega maaaaaaaaaaarg blessaður kæri sonur. Gott að veta til þess að allt gekk vel og Toní mafíósi með tennurnar tvær hleypti þér út, en setti þig ekki í krukkuna með gullfiskum sínum haugfullum og þú fannst skólann (;-)). Vonast til að heyra í þér sem fyrst á Skype, ég trúi ekki öðru en að það sé mikrafónn í nýju flottu tölvunni þinni. Bið kærlega að heilsa og gangi þér vel elskan á nýjum og spennandi slóðum, bestustu, momms

4:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefðir aldrei fundið skólann allsgáður.
Bjór/Jack ALLTAF fyrir skólann, þetta vita nú allir ... (Reynsluleysið!!!!)

7:54 e.h.  
Blogger sIr bAy said...

hmm já það er líklega rétt, allavega tel ég þetta góð rök og higst fylgja þeim eftir..

10:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

maximilius